Chelsea ætlar sér að vinna baráttuna um Guehi - Liverpool og Man City á eftir Frimpong - Tveir orðaðir við Arsenal - Al-Ahli gæti gert Vinicius að...
   mið 19. febrúar 2025 16:25
Elvar Geir Magnússon
Aþenu
Víkingar halda áfram að hertaka írsku barina
Víkingsgoðsögnin Björn Bjartmarz á írska barnum í Helsinki.
Víkingsgoðsögnin Björn Bjartmarz á írska barnum í Helsinki.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Það verða um 100 stuðningsmenn Víkings á leiknum í Aþenu á morgun, seinni leiknum gegn Panathinaikos í Sambandsdeildinni.

Fyrir fyrri leikinn í Helsinki hittust stuðningsmenn Víkings á gamla írska barnum í miðbæ finnsku höfuðborgarinnar og skemmtu sér vel. Fyrir leikinn á morgun verður annar írskur bar gerður að heimavelli Víkings.

Guiness bjórinn er mjög vinsæll meðal stuðningsmanna Víkings og vel við hæfi að upphitun verði á The James Joyce sem er ekki langt frá Akrópólishæð. Fréttaritari Fótbolti.net hefur farið í rannsóknarleiðangur þangað og getur staðfest að þetta er gríðarlega vel valið hjá Víkingum.


Athugasemdir
banner
banner