Það verða um 100 stuðningsmenn Víkings á leiknum í Aþenu á morgun, seinni leiknum gegn Panathinaikos í Sambandsdeildinni.
Fyrir fyrri leikinn í Helsinki hittust stuðningsmenn Víkings á gamla írska barnum í miðbæ finnsku höfuðborgarinnar og skemmtu sér vel. Fyrir leikinn á morgun verður annar írskur bar gerður að heimavelli Víkings.
Fyrir fyrri leikinn í Helsinki hittust stuðningsmenn Víkings á gamla írska barnum í miðbæ finnsku höfuðborgarinnar og skemmtu sér vel. Fyrir leikinn á morgun verður annar írskur bar gerður að heimavelli Víkings.
Guiness bjórinn er mjög vinsæll meðal stuðningsmanna Víkings og vel við hæfi að upphitun verði á The James Joyce sem er ekki langt frá Akrópólishæð. Fréttaritari Fótbolti.net hefur farið í rannsóknarleiðangur þangað og getur staðfest að þetta er gríðarlega vel valið hjá Víkingum.
Sverrir kíkti við á James Joyce Irish Pub hér í miðbæ Aþenu. Þar verður vel tekið á móti okkur Víkingum. KOMA SVO pic.twitter.com/ctAN6DCGQq
— Víkingur (@vikingurfc) February 19, 2025
Athugasemdir