Chelsea ætlar sér að vinna baráttuna um Guehi - Liverpool og Man City á eftir Frimpong - Tveir orðaðir við Arsenal - Al-Ahli gæti gert Vinicius að...
banner
   mið 19. febrúar 2025 23:03
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Aðlögunartímanum lokið - „Vil skrifa söguna með Real Madrid"
Mynd: EPA
Það er óhætt að segja það að Kylian Mbappe sé farinn að sýna sínar réttu hliðar í búningi Real Madrid en hann skoraði þrennu í sigri liðsins gegn Man City í kvöld.

Real Madrid er komið áfram í 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar en liðið vann City samanlagt 6-3 eftir 3-1 sigur á Bernabeu í kvöld.

„Þetta var fullkomið kvöld fyrir liðið. Við vildum komast áfram því það er er bara rökrétt fyrir okkur að Real Madrid komist áfram í Meistaradeildinni," sagði Mbappe.

„Það er alltaf erfitt að spila gegn Manchestere City en við vissum að við yrðum sterkir á heimavelli. Við spiluðum betur sem heild og við gátum glatt stuðningsmennina. Við verðum að halda svona áfram ef við ætlum að vinna það sem við viljum vinna á þessu tímabili."

„Ég vil spila vel, ég vil skrifa söguna með Real Madrid. Aðlögunartímanum mínum er lokið og nú verð ég að sýna gæðin mín," sagði Mbappe að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner