Það er óhætt að segja það að Kylian Mbappe sé farinn að sýna sínar réttu hliðar í búningi Real Madrid en hann skoraði þrennu í sigri liðsins gegn Man City í kvöld.
Real Madrid er komið áfram í 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar en liðið vann City samanlagt 6-3 eftir 3-1 sigur á Bernabeu í kvöld.
Real Madrid er komið áfram í 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar en liðið vann City samanlagt 6-3 eftir 3-1 sigur á Bernabeu í kvöld.
„Þetta var fullkomið kvöld fyrir liðið. Við vildum komast áfram því það er er bara rökrétt fyrir okkur að Real Madrid komist áfram í Meistaradeildinni," sagði Mbappe.
„Það er alltaf erfitt að spila gegn Manchestere City en við vissum að við yrðum sterkir á heimavelli. Við spiluðum betur sem heild og við gátum glatt stuðningsmennina. Við verðum að halda svona áfram ef við ætlum að vinna það sem við viljum vinna á þessu tímabili."
„Ég vil spila vel, ég vil skrifa söguna með Real Madrid. Aðlögunartímanum mínum er lokið og nú verð ég að sýna gæðin mín," sagði Mbappe að lokum.
Athugasemdir