Jude Bellingham var í byrjunarliði Real Madrid þegar liðið tryggði sér sæti í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir sigur á Man City. Kylian Mbappe skoraði þrennu í 3-1 sigri en Bellingham hrósaði honum í hástert í viðtali hjá CBS.
„Það var erfitt fyrir Kylian (Mbappe) að aðlagast í byrjun, mikil pressa sem aðrir leikmenn geta bara ímyndað sér. Um leið og mörkin koma var hann alltaf að fara verða leikmaður á allt öðrum gæðastigi. Samvinna hans með Vinicius er hræðileg fyrir flesta varnarmenn," sagði Bellingham.
Þá hrósaði hann einnig Rodrygo en hann fær ekki það lof sem hann á skilið að mati Bellingham.
„Rodrygo er svo vanmetinn. Hann er örugglega hæfileikaríkasti leikmaður liðsins að mínu mati. Það sem hann getur gert með fótboltann, við getum verið að fíflast eitthvað og hann flikkar boltanum upp einhvernvegin. Maður hugsar 'hvernig gerir þú þetta?' Ég reyni að gera sömu hluti og sný upp á ökklana," sagði Bellingham.
„Hann fórnar mestu, það er ljóst að hans uppáhalds staða er vinstra megin en hann gerir mikið fyrir liðið varnarlega á hægri kantinum sem er ekki hans uppáhalds. Hann kvartar aldrei og heldur bara áfram."
Athugasemdir