Randall Kolo Muani hefur verið frábær síðan hann gekk til liðs við Juventus frá PSG á láni í janúar.
Hann hefur skorað fimm mörk og lagt upp eitt í ítölsku deildinni en honum tókst ekki að hjálpa liðinu áfram í Meistaradeildinni þar sem liðið féll úr leik eftir framlengdan leik gegn PSV í gær.
Hann hefur skorað fimm mörk og lagt upp eitt í ítölsku deildinni en honum tókst ekki að hjálpa liðinu áfram í Meistaradeildinni þar sem liðið féll úr leik eftir framlengdan leik gegn PSV í gær.
Cristiano Giuntoli, yfirmaður fótboltamála hjá Juventus, segist vongóður um að Kolo Muani verði leikmaður liðsins lengur en lánssamnignurinn rennur út eftir tímabilið.
„Við höfum ekki verið í sambandi undanfarið (við PSG) en það er frábært samband á milli félaganna. Leikmaðurinn vill gjarnan vera áfram og við viljum halda honum, við erum bjartsýnir á framtíðina," sagði Giuntoli.
Athugasemdir