Kylian Mbappe var hetja Real Madrid þegar liðið sló Manchester City úr leik í Meistaradeildinni í gær. Hann skoraði þrennu þegar liðið vann 3-1 á Bernabeu, samanlagt 6-3.
Real Madrid getur mætt Atletico Madrid eða Leverkusen í 16 liða úrslitum en Mbappe vonast til að mæta nágrönnunum.
„Þetta eru tvö frábær lið. Það er erfitt að spila gegn Atletico og Leverkusen. Fyrir mér væri Atletico betra því þá þurfum við ekki að ferðast, við ferðumst mikið. Þessir tveir leikir verða erfiðir svo það er betra að eiga erfiðan leik án þess að ferðast," sagði Mbappe.
Dregið verður í 16 liða úrslitin í hádeginu á föstudaginn.
Athugasemdir