Chelsea ætlar sér að vinna baráttuna um Guehi - Liverpool og Man City á eftir Frimpong - Tveir orðaðir við Arsenal - Al-Ahli gæti gert Vinicius að...
   mið 19. febrúar 2025 23:25
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Slot: Alltaf pressa ef þú ert Liverpool
Mynd: EPA
Liverpool missteig sig í úrvalsdeildinni í kvöld þegar liðið gerði jafntefli gegn Aston Villa á Villa Park. Liðið er hins vegar með átta stiga forystu á toppnum.

Liverpool fékk mun fleiri tækifæri en Villa en heimamenn nýttu tækifærin vel.

„Ég er ekki mjög ánægður. Við sköpuðum miklu fleiri færi en þeir og sköpuðum færi til að vinna. Við fengum líka mark á okkur eftir fast leikatriði," sagði Slot.

„Annað færið þeirra í leiknum var mark, fyrirgjöf. Þeir hefðu getað unnið þetta í lokin en ef þú tekur öll færin saman er ég ekki sáttur með 2-2."

„Það er alltaf preessa á þér ef þú ert Liverpool. Það skiptir máli hvar þú ert í deildinni en pressan er alltaf á þér ef þú ert Liverpool. Við erum með allt til staðar til að ná árangri á tímabilinu. Það hafa verið margir leikir á tímabilinu þar sem mér fannst að við áttum skilið að vinna ef eitthvað lið átti að vinna," sagði Slot að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner