Chelsea ætlar sér að vinna baráttuna um Guehi - Liverpool og Man City á eftir Frimpong - Tveir orðaðir við Arsenal - Al-Ahli gæti gert Vinicius að...
banner
   mið 19. febrúar 2025 21:29
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Liverpool fór illa að ráði sínu á Villa Park
Úr leiknum í kvöld
Úr leiknum í kvöld
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Aston Villa 2 - 2 Liverpool
0-1 Mohamed Salah ('29 )
1-1 Youri Tielemans ('38 )
2-1 Ollie Watkins ('45 )
2-2 Trent Alexander-Arnold ('61 )

Liverpool fór ansi illa að ráði sínu þegar liðið heimsótti Aston Villa á Villa Park í kvöld.

Liverpool fékk tækifæri til að komast í góða stöðu í fyrri hálfleik en Mohamed Salah skoraði eina mark liðsins með eina skotinu sem fór á markið í fyrri hálfleiknum.

Salah kom Liverpool yfir en Yuri Tielemans jafnaði metin áður en Ollie Watkins kom Villa yfiir rétt fyrir lok fyrri hálfleiks.

Trent Alexander-Arnold jafnaði metin eftir klukkutíma leik en skot hans fór af Tyrone Mings og breytti um stefnu sem tók Emiliano Martinez úr jafnvægi oog boltinn fór yfir hann og í netið.

Darwin Nunez kom inn á sem varamaður hjá Liverpool og hann fékk gullið tækifæri þegar Dominik Szoboszlai renndi boltanum á hann fyrir opnu markinu en Nunez skaut hátt yfir markið.

Morgan Rogers fékk tækifæri til að tryggja Aston Villa stigin þrjú í uppbótatíma en hann átti skot yfir markið úr teignum. Donyell Malen komst í færi á lokasekúndunum en skot hans fór rétt framhjá stönginni.

Liverpool er með átta stiga forystu á Arsenal á toppi deildarinnar en Aston Villa er í 9. sæti með 39 stig eftir 26 umferðir.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 26 18 7 1 62 26 +36 61
2 Arsenal 25 15 8 2 51 22 +29 53
3 Nott. Forest 25 14 5 6 41 29 +12 47
4 Man City 25 13 5 7 52 35 +17 44
5 Bournemouth 25 12 7 6 44 29 +15 43
6 Chelsea 25 12 7 6 47 34 +13 43
7 Newcastle 25 12 5 8 42 33 +9 41
8 Fulham 25 10 9 6 38 33 +5 39
9 Aston Villa 26 10 9 7 37 40 -3 39
10 Brighton 25 9 10 6 38 38 0 37
11 Brentford 25 10 4 11 43 42 +1 34
12 Tottenham 25 9 3 13 49 37 +12 30
13 Crystal Palace 25 7 9 9 29 32 -3 30
14 Everton 25 7 9 9 27 31 -4 30
15 Man Utd 25 8 5 12 28 35 -7 29
16 West Ham 25 7 6 12 29 47 -18 27
17 Wolves 25 5 4 16 35 54 -19 19
18 Ipswich Town 25 3 8 14 23 50 -27 17
19 Leicester 25 4 5 16 25 55 -30 17
20 Southampton 25 2 3 20 19 57 -38 9
Athugasemdir
banner
banner