Líklegra að Nunez verði seldur frá Liverpool - Wharton einn af þeim sem eru orðaðir við Man Utd - City á leið í endurbyggingu - Newcastle til í...
banner
   fim 20. febrúar 2025 10:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndi taka Pogba aftur til Man Utd
Paul Pogba.
Paul Pogba.
Mynd: EPA
Paul Pogba er enn án félags en það styttist í að hann megi byrja að spila fótbolta aftur eftir að hafa setið af sér bann í kjölfarið á því að hann féll á lyfjaprófi.

Pogba má byrja að spila aftur fótbolta í næsta mánuði en hann hefur verið orðaður við Marseille í Frakklandi, félög í MLS og Sádi-Arabíu.

Einnig hefur eitthvað verið rætt um mögulega endurkomu hans til Manchester United. Hann yfirgaf félagið 2022 en Louis Saha, fyrrum leikmaður Man Utd, væri til í að sjá Pogba fara þangað í þriðja sinn.

„Já, ég myndi taka Paul Pogba aftur til Manchester United á einu augabragði," sagði Saha.

„Við þurfum gæði, við þurfum sjálfstraust og við þurfum leiðtoga. Pogba getur sýnt að hann er með eiginleikana til að vera einn sá besti í sinni stöðu. Þetta er tækifæri til að semja við leikmenn sem er mjög mótíveraður."

Man Utd hefur átt hræðilegt tímabil og er í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner