Chelsea ætlar sér að vinna baráttuna um Guehi - Liverpool og Man City á eftir Frimpong - Tveir orðaðir við Arsenal - Al-Ahli gæti gert Vinicius að...
   mið 19. febrúar 2025 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Varane um Ten Hag: Tengingin var ekki lengur til staðar
Erik ten Hag.
Erik ten Hag.
Mynd: EPA
Raphael Varane, fyrrum varnarmaður Manchester United, segir að það hafi komið sér á óvart að Erik ten Hag hafi haldið áfram sem stjóri liðsins eftir síðustu leiktíð.

Ten Hag fékk að halda áfram með liðið eftir langar viðræður í kjölfarið á því að lið hans vann FA-bikarinn.

Varane var hluti af liði Man Utd á síðasta tímabili en hann segir að það hafi komið á óvart þegar Ten Hag fékk að halda áfram.

„Það kom mér á óvart að hann fékk að vera áfram. Tengingin við liðið var ekki lengur til staðar," sagði Varane í samtali við The Athletic.

Ten Hag fékk að vera áfram en var svo rekinn þegar stutt var liðið á tímabilið. Rúben Amorim tók við stjórnartaumunum af honum.
Athugasemdir
banner
banner