Íslenska landsliðskonan Natasha Moraa Anasi heilsast vel eftir að hafa fengið þungt höfuðhögg í 3-1 sigri Breiðabliks á ÍBV í A-deild Lengjubikarsins í dag.
Natasha, sem skipti yfir í Breiðablik frá Keflavík á síðasta ári, var í byrjunarliði Blika gegn Eyjastúlkum en hún hlaut þungt höfuðhögg um miðjan síðari hálfleikinn.
Hún var flutt með sjúkrabíl frá Kópavogsvelli til nánari skoðanir en er komin heim og heilsast vel.
Landsliðskonan mun taka því rólega næstu daga en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Blikum.
Skilaboð frá Blikum:
„Breiðablik og Natasha Anasi vilja koma eftirfarandi á framfæri Líkt og áhorfendur á leik Breiðabliks og ÍBV í dag urðu vitni að fékk Natasha þungt höfuðhögg og var flutt með sjúkrabíl til nánari skoðunar.
„Hún er komin heim og heilsast vel. Natasha mun taka því rólega næstu daga en hlakkar til að komast aftur á völlinn. Hún þakkar góðar kveðjur," segir í skilaboðunum.
Athugasemdir