Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   mán 19. júlí 2021 17:45
Brynjar Ingi Erluson
Brahim Diaz áfram hjá Milan - Gerir tveggja ára lánssamning (Staðfest)
Brahim Diaz verður áfram hjá Milan og spilar í Meistaradeildinni á næstu leiktíð
Brahim Diaz verður áfram hjá Milan og spilar í Meistaradeildinni á næstu leiktíð
Mynd: Getty Images
Spænski sóknartengiliðurinn Brahim Diaz verður áfram í herbúðum ítalska félagsins AC Milan á láni frá Real Madrid. Hann gerir tveggja ára lánssamning.

Diaz er 21 árs gamall og uppalinn hjá Malaga en hann gekk ungur að árum til liðs við Manchester City á Englandi.

Real Madrid keypti hann frá City fyrir tveimur árum og lánaði hann svo til Milan fyrir síðustu leiktíð.

Þessi frambærilegi leikmaður smellpassaði inn í hugmyndafræði Stefano Pioli og gerði 7 mörk í 39 leikjum.

Milan hefur nú komist að samkomulagi við Real Madrid um að hafa hann áfram á láni næstu tvö árin en Milan fær ekki forkaupsrétt á honum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner