Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 19. júlí 2021 18:20
Atli Arason
Byrjunarlið Keflavíkur og Víkings: Sölvi Geir snýr aftur í byrjunarlið Víkings
Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði Víkings
Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði Víkings
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík tekur á móti Víkingi í leik sem hefst núna klukkan 19:15 í 13. umferð Pepsi Max deild karla.

Byrjunarliðin eru nýkomin í hús. Heimamenn gera 2 breytingar á byrjunarliði sínu frá tapleiknum gegn KR í Vesturbæ í síðustu umferð. Davíð Snær Jóhannsson er í leikbanni vegna 4 áminninga og er því ekki í hóp í dag. Dagur Ingi Valsson missir einnig sæti sitt í byrjunarliðinu og verður hann að taka sér sæti á varamannabekknum í kvöld. Í stað þeirra tveggja koma Adam Árni Róbertsson og Sindri Þór Guðmundsson í byrjunarliðið.

Í liði gestanna er bara ein breyting frá markalausa jafnteflinu í Kórnum gegn HK. Júlíus Magnússon fær sér sæti á meðal varamanna og Sölvi Geir Ottesen snýr aftur í byrjunarliðið.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu.
Athugasemdir
banner
banner
banner