Nökkvi Þeyr Þórisson virðist nálgast brottför frá belgíska liðinu Beerschot en bandaríska liðið St. Louis City vill fá hann í sínar raðir.
Belgíski fjölmiðillinn Gazet van Antwerpen greindi frá því í dag að St. Louis hafi gert lokatilboð í leikmanninn í dag og hafi krafist þess að fá svar frá Beerschot í kvöld.
Tilboðið er talið hljóða upp á tæpa milljón evrur en Nökkvi yrði þá dýrasti leikmaður sem Beerschot hefur selt. Þess má geta að Transfermarkt metur Nökkva á 650 þúsund evrur.
Gazet van Antwerpen greinir einnig frá því að Nökkvi æfi einn síns liðs á meðan viðræður eru í gangi.
Nökkvi gekk til liðs við Beerschot eftir stórkostlegt tímabil með KA síðasta sumar þar sem hann lék 20 leiki og skorað 17 mörk. Beerschot mistókst að tryggja sér sæti í efstu deild á síðustu leiktíð og virðast margir leikmenn vera hugsa sér til hreyfings.