Mason Mount byrjaði hjá Manchester United er liðið lagði Fulham að velli, 1-0, í ensku úrvalsdeildinni síðasta föstudagskvöld.
Mount gerði ekki mikið í leiknum en honum var kippt út af eftir um klukkutíma leik.
Mount gerði ekki mikið í leiknum en honum var kippt út af eftir um klukkutíma leik.
Mount hefur nánast verið huldumaður frá því hann gekk í raðir Man Utd frá Chelsea fyrir um 60 milljónir punda síðasta sumar. Hann spilaði 20 leiki á síðustu leiktíð en var mikið frá vegna meiðsla.
„Ég ætla að gefa Mason Mount þetta tímabil til að 'redeema' sig en ég hef litla þolinmæði ef ég þarf að bíða fram í apríl eða eitthvað," sagði Sölvi Haraldsson þegar rætt var um leikinn gegn Fulham í Enski boltinn hlaðvarpinu í dag.
„Þetta var einn af þessum leikmönnum sem maður sá ekkert í fyrra; bæði af því að hann gerði ekkert og svo var hann bara meiddur."
Hann fékk treyju númer 7 - sem er sögufrægt númer hjá United - og voru miklar vonir bundnar við hann þegar hann gekk í raðir félagsins.
„Man Utd fékk þarna köttinn í sekknum frá London," sagði Baldvin Már Borgarsson en Mount hefur ollið miklum vonbrigðum hjá United til þessa.
Athugasemdir