Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 19. október 2022 15:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Freyr þriðji þjálfarinn sem segir sömu söguna
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrr á þessu ári opinberuðu bæði Heimir Guðjónsson og Rúnar Kristinsson það að þeir hefðu rætt við KSÍ um stöðu landsliðsþjálfara.

Þeir fundu báðir hins vegar fyrir því þegar fóru á fundina að búið væri að ákveða hver yrði næsti landsliðsþjálfari: Arnar Þór Viðarsson.

Freyr Alexandersson, sem núna þjálfar Lyngby í Danmörku, var gestur í þættinum Chess After Dark á dögunum þar sem hann hafði svipaða sögu að segja af þessu ferli.

„Ég get ekki sagt að ég hafi fengið boð um að vera landsliðsþjálfari en ég var í viðræðum um ýmsa hluti hjá KSÍ," sagði Freyr sem er fyrrum aðstoðarþjálfari landsliðsins.

„Ég held að sú ákvörðun um hver átti að taka við af Erik (Hamren) hafi verið tekin töluvert áður en það samtal átti sér stað."

Arnar Þór hefur stýrt landsliðinu frá því í ársbyrjun í fyrra. Árangurinn hefur heilt yfir ekki verið sérlega góður en það hafa komið upp mörg flókin mál á tíma hans sem þjálfari. Hann mun stýra liðinu í undankeppni EM á næsta ári og verður það stærsta próf hans til þessa.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner