City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
   fim 19. desember 2024 11:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Æfingaleikur: Fimmtán ára með sigurmarkið gegn Íslandsmeisturunum
Björn Darri Oddgeirsson.
Björn Darri Oddgeirsson.
Mynd: Þróttur/Instagram
Þróttur R. 2 - 1 Breiðablik
Mörk Þróttar: Liam Daði Jeffs og Björn Darri Oddgeirsson
Mark Breiðabliks: Davíð Ingvarsson

Þróttur fór með sigur af hólmi gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks í æfingaleik á Avis-vellinum í Laugardal í gær.

Sigurmark Þróttar skoraði Björn Darri Oddgeirsson en hann er fæddur árið 2009. Björn Darri er gífurlega efnilegur en hann var til reynslu hjá ítalska stórliðinu Inter Milan í síðasta mánuði.

Undirbúningstímabilið á Íslandi er að hefjast og fer það á fullt eftir áramót.

Veistu úrslit úr æfingaleikjum?
Ef þú hefur upplýsingar um úrslit æfingaleikja og markaskorara endilega sendu okkur þá tölvupóst á [email protected] eða settu úrslitin á Twitter og merktu #fotboltinet
Athugasemdir
banner
banner
banner