Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
   fim 19. desember 2024 17:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arna Dís áfram hjá Stjörnunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arna Dís Arnþórsdóttir hefur framlengt samning sinn við Stjörnuna, en fyrri samningur hennar var útrunninn.

Hún er varnarmaður, fædd árið 1997 og hefur verið hjá Stjörnunni síðan 2019. Hún spilaði 13 leiki í sumar, missti út júní og júlí, þegar Stjarnan endaði í 7. sæti deildarinnar.

Hún er uppalin hjá Haukum, Stjörnunni og Breiðabliki og lék sína fyrstu meistaraflokksleiki sumarið 2014 með Blikum. Hún fór á láni í KR 2015 og FH 2016 og skipti svo alfarið til FH tímabilið 2018. Eftir það tímabil hélt hún svo hélt í Garðabæinn.

„Það gleður okkur að segja frá því að Arna Dís og Stjarnan hafa komist að samkomulagi um framlengingu á samningi. Við óskum Örnu Dís og Stjörnunni innilega til hamingju og hlökkum mikið til þess að fylgjast áfram með henni í bláu treyjunni! " segir í tilkynningu Stjörnunnar en ekki er greint frá hversu langur samningurinn er.
Athugasemdir
banner
banner
banner