City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
   fim 19. desember 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bayern með skotmark klárt ef Wirtz kemur ekki
Xavi Simons.
Xavi Simons.
Mynd: EPA
Bayern München mun líklega beina sjónum sínum að Xavi Simons ef félaginu tekst ekki að klófesta Florian Wirtz næsta sumar.

Það hafa verið fréttir um það að Wirtz muni mögulega framlengja samning sinn við Bayer Leverkusen og vera þar áfram.

Wirtz er gríðarlega spennandi leikmaður sem spilaði stóran þátt í því að Leverkusen varð þýskur meistari á síðasta tímabili. Hann er jafnframt orðinn lykilmaður í þýska landsliðinu.

En ef Wirtz ákveður að vera áfram hjá Leverkusen, þá mun Bayern beina sjónum sínum annað og verður þá Simons efstur á óskalistanum.

Það er Bild sem segir frá en Simons er 21 árs gamall og er þessa stundina á láni hjá RB Leipzig frá Paris Saint-Germain.
Athugasemdir
banner
banner
banner