City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
   fim 19. desember 2024 19:10
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Tottenham og Man Utd: Antony fær tækifæri
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Tottenham tekur á móti Manchester United í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins í kvöld. Þar keppast stórliðin um síðasta lausa sætið í undanúrslitunum eftir að Arsenal, Liverpool og Newcastle tryggðu sér sæti þar með sigrum í gærkvöldi.

Ange Postecoglou og Rúben Amorim þjálfarar félaganna mæta til leiks með afar sterk byrjunarlið og ljóst er að ekkert verður gefið eftir hér í kvöld.

Dominic Solanke og Rasmus Höjlund leiða sóknarlínur liðanna og er fátt sem kemur á óvart. Stærstu fregnirnar eru þær að Antony fær tækifæri með byrjunarliði Man Utd en Alejandro Garnacho situr á bekknum.

Í liði Tottenham byrjar Brennan Johnson á bekknum enda í harðri samkeppni við Dejan Kulusevski um sæti í byrjunarliðinu.

Tottenham gæti lent í vandræðum í varnarlínunni í kvöld þar sem Archie Gray og Djed Spence byrja báðir ásamt Pape Matar Sarr. Ben Davies, Micky van de Ven, Cristian Romero og Destiny Udogie eru fjarverandi vegna meiðsla alveg eins og markvörðurinn Guglielmo Vicario sem er ökklabrotinn.

Tottenham: Forster, Porro, Dragusin, Gray, Spence, Sarr, Bissouma, Maddison, Kulusevski, Solanke, Son.
Varamenn: Austin, Whiteman, Reguilon, Dorrington, Hardy, Bergvall, Olusesi, Johnson, Lankshear.

Man Utd: Bayindir, Lindelof, Yoro, Martinez, Mazraoui, Eriksen, Ugarte, Dalot, Fernandes, Antony, Hojlund
Varamenn: Onana, Evans, Maguire, Malacia, Casemiro, Mainoo, Amad, Garnacho, Zirkzee
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner