City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
   fim 19. desember 2024 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Celtic vann deildabikarinn eftir slæm dómaramistök
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Celtic tryggði sér sigur í úrslitaleik skoska deildabikarsins á dögunum eftir vítaspyrnukeppni gegn erkifjendum og nágrönnum sínum í liði Rangers.

Staðan var jöfn, 3-3, eftir venjulegan leiktíma og tókst hvorugu liði að skora í framlengingunni, svo grípa þurfti til vítaspyrnukeppni.

Í vítaspyrnukeppninni skoruðu allir leikmenn úr sínum spyrnum nema Ridvan Yilmaz sem reyndist skúrkurinn í tapliði Rangers.

Philippe Clement þjálfari Rangers var ósáttur að leikslokum og hefur Willie Collum, yfirmaður dómaramála í Skotlandi, viðurkennt mistök eftir mikla gagnrýni.

Mistökin áttu sér stað í framlengingunni þegar Liam Scales, leikmaður Celtic, braut á Vaclav Cerny, leikmanni Rangers, rétt fyrir utan vítateig. Brotið hófst utan vítateigs en hélt áfram inni í teignum og hefði með réttu átt að dæma vítaspyrnu.

VAR-teymið skoðaði atvikið aftur með aðstoð tækninnar en ákvað þó ekki að senda John Beaton dómara í skjáinn.

„Þetta var kolröng ákvörðun og núna þurfum við að finna út hvernig þetta gat gerst. Við þurfum að skilja hvernig er best að lagfæra þetta og koma í veg fyrir að svona mistök geti ekki komið fyrir aftur," segir Willie Collum.

„Þetta er hrikaleg ákvörðun hjá dómarateyminu, það er ekki hægt að samþykkja svona mistök. Allir dómarar geta séð að þetta eru mistök. Strákarnir eru að gera sitt besta en þetta eru mjög slæm mistök."

Þetta eru mikil vonbrigði fyrir Rangers sem var að vonast til að geta hampað einhverjum titli á leiktíðinni þar sem Celtic er að stinga af í skosku deildinni.

Celtic trónir þar á toppinum með 43 stig eftir 15 umferðir, ellefu stigum meira heldur en Rangers sem situr í þriðja sæti.
Athugasemdir
banner
banner