Manchester City vill fá varnarmanninn Marc Guehi, Atletico Madrid hefur áhuga á Marcus Rashford og Kiernan Dewsbury-Hall er orðaður við Arsenal. Þetta er meðal þess sem má finna í slúðurpakka dagsins.
Manchester City hefur áhuga á Marc Guehi (24), varnarmanni Crystal Palace og enska landsliðsins. City skoðar endurnýjun á varnarlínu sinni. (Football Insider)
Atletico Madrid gæti reynt að fá enska framherjann Marcus Rashford (27) lánaðan en framtíð hans á Old Trafford er í mikilli óvissu. (TBR)
Félög í Sádi-Arabíu hafa einnig áhuga á Rashford og trúa því að hann sé rétti leikmaðurinn til að efla útbreiðslu deildarinnar á heimsvísu. (Telegraph)
Rashford er ekki í leikmannahópi Rúben Amorim, stjóra Manchester United, sem mætir Tottenham í 8-liða úrslitum Carabao deildabikarsins í kvöld. (Mail)
Arsenal er að íhuga að reyna við Kiernan Dewsbury-Hall (26), miðjumann Chelsea og Englands, í janúarglugganum. (Caught Offside)
Crystal Palace, Leicester og Wolves hafa öll áhuga á að fá Miguel Almiron (30), framherja Newcastle United og Paragvæ, að láni í janúar. (Sun)
Manchester City er að íhuga að fá írska framherjann Evan Ferguson (20), framherja Brighton og írska landsliðsins, sem á erfitt uppdráttar og aðeins skorað eitt mark á leiktíðinni. (GiveMeSport)
Fulham hefur einnig áhuga á Ferguson og vill fá hann á lánssamningi til loka tímabilsins. (Independent)
Liverpool hefur boðið enska hægri bakverðinum Trent Alexander-Arnold (26) endurbætt samningstilboð en Real Madrid ætlar að funda með leikmanninum í janúar og reyna að fá hann á frjálsri sölu næsta sumar. (Caught Offside)
Það er ólíklegt að Liverpool muni kaupa hollenska varnarmanninn Jeremie Frimpong (24) frá Bayer Leverkusen ef Alexander-Arnold fer. Stjórinn Arne Slot vill frekar hefðbundinn hægri bakvörð sem er bestur í fjögurra manna varnarlínu. (Florian Plettenberg)
Skoski vinstri bakvörðurinn Kieran Tierney (27) mun yfirgefa Arsenal í sumar eftir að félagið ákvað að framlengja ekki samningi hans. (Athletic)
Marseille mun íhuga að fá Frakkann Paul Pogba (31) sem er í leita að nýju félagi eftir að lyfjabann hans var stytt. (Target)
Manchester United hefur enn áhuga á portúgalska vinstri bakverðinum Nuno Mendes (22) en Paris St-Germain vill framlengja samningi hans. (Florian Plettenberg)
Federico Dimarco (27), varnarmaður Inter og Ítalíu, mun hafna öllum áhuga frá Manchester United og vill vera áfram hjá Ítalíumeisturunum. (Tuttosport)
Ensk úrvalsdeildarfélög eru að íhuga að fá franska framherjann Randal Kolo Muani (26) en Paris St-Germain er tilbúið að hlusta á tilboð. (Times)
Tottenham er mögulegur valkostur fyrir Milan Skriniar (29), varnarmann Paris St-Germain og Slóvakíu, í janúarglugganum. (Gazzetta)
Liverpool, Manchester City og Tottenham hafa áhuga á spænska kantmanninum Raul Moro (22) hjá Real Sociead en hann gæti verið falur fyrir 4-10 milljónir evra. (Sport)
Yfirtaka Friedkin fjölskyldunnar á Everton verður staðfest í dag. (Times)
Leeds United hefði áhuga á Caoimhin Kelleher (26), markverði Liverpool og Írlands, ef liðið kemst upp í úrvalsdeildina. (TeamTalk)
Ítalska A-deildarliðið Genoa og enska C-deildarliðið Wrexham hafa áhuga á Patrick Bamford (31), framherja Leeds. Ólíklegt er að Englendingurinn fari í janúar þar sem stjórinn Daniel Farke vill halda breidd í sóknarlínunni til að koma liðinu upp. (TeamTalk)
Athugasemdir