City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
   fim 19. desember 2024 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Corberán: Vanvirðing að spyrja mig út í önnur félög
Corberán hefur einnig þjálfað Huddersfield Town og Olympiakos á þessum áratugi.
Corberán hefur einnig þjálfað Huddersfield Town og Olympiakos á þessum áratugi.
Mynd: Getty Images
Hinn 41 árs gamli Carlos Corberán hefur verið að gera flotta hluti við stjórnvölinn hjá West Bromwich Albion og vakið áhuga á sér í ensku úrvalsdeildinni.

Corberán er sterklega orðaður við þjálfarastarfið hjá Southampton eftir að Russell Martin var rekinn á dögunum, en Spánverjinn neitar að tjá sig um málið.

„Að mínu mati er þetta vanvirðing gagnvart þessu frábæra félagi sem West Bromwich Albion er. Ég neita að tala um hluti sem tengjast ekki félaginu okkar á þessum fréttamannafundum," sagði Corberán í dag. „Ég einbeiti mér bara að næsta leik og engu öðru. Ég get heldur ekki talað um hluti sem ég hef enga stjórn á."

West Brom hefur verið að gera flotti hluti undir stjórn Corberán í Championship deildinni eftir að hann tók við stjórnartaumunum fyrir rétt rúmlega tveimur árum síðan, eða í október 2022 þegar liðið var í næstneðsta sæti deildarinnar.

Það munaði litlu að WBA hefði komist aftur upp í ensku úrvalsdeildina í gegnum Championship umspilið í sumar, en lærisveinar Corberán töpuðu í tvígang gegn Southampton í undanúrslitunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner