Búið er að draga í undanúrslit deildabikarsins eftir að 8-liða úrslitin kláruðust fyrr í kvöld.
Arsenal mun spila við Newcastle United á meðan Tottenham mætir toppliði ensku úrvalsdeildarinnar, Liverpool.
Spilað verður á heimavelli og útivelli, þar sem fyrri leikirnir fara fram í byrjun janúar og seinni leikirnir í byrjun febrúar.
Newcastle og Liverpool hafa mætt flestum andstæðingum úr úrvalsdeildinni á leið sinni í undanúrslitin, þar sem Newcastle er búið að slá Brentford, Nottingham Forest og Chelsea úr leik á meðan Liverpool er búið að leggja West Ham, Brighton og Southampton að velli.
Tottenham tókst að slá bæði Manchester-liðin úr leik á meðan Arsenal er eingöngu búið að mæta Crystal Palace úr deild þeirra bestu.
Liverpool vann enska deildabikarinn á síðustu leiktíð og er sigursælasta félag frá upphafi keppninnar, með tíu titla.
Undanúrslit:
Arsenal - Newcastle
Tottenham - Liverpool
Athugasemdir