City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
   fim 19. desember 2024 23:38
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir kvöldsins: Forster og Bayindir fjarkaðir
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Sky Sports hefur gefið leikmönnum einkunnir eftir ótrúlegan sjö marka bikarleik á milli Tottenham Hotspur og Manchester United.

Dominic Solanke var besti leikmaður vallarins enda skoraði hann tvennu í 4-3 sigri Tottenham. Hann fær 8 í einkunn alveg eins og liðsfélagi sinn Dejan Kulusevski sem skoraði einnig í sigrinum.

Markverðirnir tveir, Fraser Forster og Altay Bayindir, voru þó verstu menn vallarins. Þeir fá 4 í einkunn fyrir sinn þátt í þessari miklu markaveislu.

Noussair Mazraoui, Christian Eriksen, Amad Diallo og Joshua Zirkzee voru bestu leikmenn Man Utd í tapinu.

Tottenham: Forster (4), Porro (7), Dragusin (6), Gray (6), Spence (7), Bissouma (6), Sarr (6), Maddison (6), Kulusevski (8), Solanke (8), Son (7).
Varamaður: Bergvall (6)

Man Utd: Bayindir (4), Yoro (6), Lindelof (6), Martinez (5), Mazraoui (7), Ugarte (6), Eriksen (7), Dalot (6), Fernandes (7), Antony (6), Hojlund (6).
Varamenn: Evans (6), Diallo (7), Mainoo (6), Zirkzee (7), Garnacho (6)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner