fim 19. desember 2024 05:55
Brynjar Ingi Erluson
England í dag - Tottenham og Man Utd berjast um síðasta lausa sætið í undanúrslit deildabikarsins
Mynd: EPA
Tottenham og Manchester United eigast við í lokaleik 8-liða úrslita enska deildabikarsins á Tottenham Hotspur-leikvanginum í Lundúnum í kvöld.

Man Utd hefur unnið Barnsley og Leicester City í keppninni á þessu tímabili á meðan Tottenham kastaði bæði Coventry og Manchester City úr leik.

Lærisveinar Ruben Amorim eru á ágætis róli eftir að hafa unnið nágranna sína í Man City, 2-1, í ensku úrvalsdeildinni á meðan Tottenham valtaði yfir Southampton, 5-0.

Dregið verður í undanúrslit eftir leikinn en sigurvegarinn úr þessari viðureign mun mæta Arsenal, Liverpool eða Newcastle.

Leikur dagsins:
20:00 Tottenham - Man Utd
Athugasemdir
banner
banner
banner