City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
   fim 19. desember 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fer Tierney aftur heim?
Kieran Tierney.
Kieran Tierney.
Mynd: EPA
Bakvörðurinn Kieran Tierney er mögulega á leið aftur heim til Skotlands í janúar.

Celtic hefur áhuga á að fá Tierney aftur í sínar raðir en bakvörðurinn er uppalinn þar og lék með þeim þangað til hann fór til Arsenal árið 2019.

Celtic vonast til að fá Tierney á frjálsri sölu eftir mánaðarmót en samningur hans við Arsenal rennur út næsta sumar.

Tierney kom til Arsenal frá Celtic árið 2019 fyrir 25 milljónir punda. Skotinn lofaði góðu og byrjaði meðal annars úrslitaleikinn er Arsenal vann enska bikarinn árið 2020.

Hann framlengdi samning sinn árið 2021 en meiddist síðan alvarlega á hné í mars sem hélt honum frá keppni næstu mánuði á eftir.

Tierney hefur svo ekki verið inn í myndinni hjá Arsenal upp á síðkastið og fær ekki nýjan samning.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner