Hammed Lawal og Joaquin Ketlun hafa skrifað undir nýja samninga við Víði í Garði.
Hammed er 28 ára gamall bakvörður sem gekk í raðir Víðis árið 2021 og hefur leikið 87 leiki.
Hann var ekki með vegna meiðsla fyrri hluta síðustu leiktíðar en kom öflugur inn í síðari hlutann og spilaði alls tíu leiki í 3. deildinni.
Joaquin er 28 ára gamall markvörður og jafnframt fyrirliði liðsins. Hann gekk í raðir Víðis árið 2022 og hefur spilað 86 leiki, ásamt því að starfa í yngri flokka starfi félagsins við góðan orðstír.
Víðir hafnaði í öðru sæti deildarinnar á nýafstöðnu tímabili og mun því spila í 2. deild á komandi tímabili. Það verður síðasta tímabilið sem Víðir mun leika undir merkjum félagsins, en unnið er að því að sameina félagið við Reyni Sandgerði og á samruninn að taka gildi eftir leiktíðina.
Athugasemdir