Miðjumaðurinn Hamza Choudhury hefur valið að spila fyrir landslið Bangladess þar sem hann sér ekki fram á að fá tækifæri með enska A-landsliðinu á ferlinum.
Choudhury er 27 ára gamall og spilar sem varnartengiliður að upplagi en getur einnig leikið sem bakvörður. Hann leikur fyrir uppelsidfélag sitt Leicester City en hefur aðeins komið við sögu í fjórum leikjum á yfirstandandi tímabili.
Choudhury þótti mikið efni þegar hann var yngri og spilaði 7 keppnisleiki fyrir U21 landslið Englendinga.
Bangladess býr yfir einu af slökustu landsliðum í heimi og hefur aldrei komist á stórmót.
Bangladess er í 185. sæti af 210 þjóðum sem skipa heimslista FIFA.
Athugasemdir