City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
   fim 19. desember 2024 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Hann virðist vera fúll út í mig og það er fullkomið"
Alejandro Garnacho.
Alejandro Garnacho.
Mynd: Getty Images
Rúben Amorim, stjóri Manchester United, segir að kantmaðurinn Alejandro Garnacho hafi verið fúll út í sig eftir að hann var ekki í hóp í grannaslagnum gegn Manchester City síðasta sunnudag.

United vann 1-2 útisigur á Manchester City um helgina og var stærsta sögulínan í kringum þann leik fjarvera þeirra Marcus Rashford og Garnacho. Hvorugur þeirra var meiddur en þeir komust ekki í hópinn.

Skýr skilaboð frá Amorim sem vill fá meira frá þessum tveimur leikmönnum.

Garnacho kemur til með að snúa aftur í hópinn gegn Tottenham í deildabikarnum í kvöld en Amorim var ánægður með viðbrögð Argentínumannsins.

„Garnacho er að standa sig vel, hann hefur verið að æfa af krafti," segir Amorim.

„Hann virðist vera fúll út í mig og það er fullkomið. Ég hefði verið það líka. Hann er tilbúinn í þennan leik."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner