Það fóru leikir fram í hollenska bikarnum í dag og var Rúnar Þór Sigurgeirsson í byrjunarliði Willem II sem var afar óvænt slegið úr leik af liði sem leikur í þriðju efstu deild hollenska boltans.
Rúnar Þór lék allan leikinn í vinstri vængbakverði en tókst ekki að koma í veg fyrir 2-1 tap. Willem II sýndi mikla yfirburði innan vallar en tókst ekki að nýta þau færi sem sköpuðust.
Liðin mættust í 32-liða úrslitum og er það mikill skellur fyrir Willem að detta úr leik svona snemma.
Ajax er hins vegar komið áfram í næstu umferð en Kristian Nökkvi Hlynsson var ekki í hóp í kvöld.
Daniele Rugani og Chuba Akpom skoruðu mörkin í síðari hálfleik gegn Telstar, sem leikur í næstefstu deild.
Noordwijk 2 - 1 Willem II
1-0 E. Wendt ('2)
2-0 A. Roep ('56)
2-1 J. Bokila ('63)
Ajax 2 - 0 Telstar
1-0 Daniele Rugani ('64)
2-0 Chuba Akpom ('86)
Athugasemdir