Wrexham er eitt þeirra félaga sem er að sýna Patrick Bamford, sóknarmanni Leeds, áhuga.
Bamford hefur ekki byrjað leik fyrir Leeds á yfirstandandi tímabili og hefur ekki enn tekist að skora. Líklegt þykir að hann muni færa sig um set í janúar.
Samkvæmt TEAMtalk eru nokkur félög að skoða það að taka Bamford. Genoa á Ítalíu er með hann á lista og það sama á við um Wrexham.
Wrexham er í C-deild á Englandi en eigendur félagsins eru Hollywood-stjörnurnar Rob McElhenney og Ryan Reynolds. Þeir hafa gert afskaplega mikið fyrir félagið og lagt mikið í það, en það er erfitt að sjá að þeir félagar muni borga þau laun sem Bamford er með núna.
Hann er með 40 þúsund pund í vikulaun hjá Leeds og er það hindrun fyrir Wrexham í mögulegum félagaskiptum.
Athugasemdir