City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
banner
   fim 19. desember 2024 22:49
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Arnautovic og Asllani afgreiddu Udinese
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Inter 2 - 0 Udinese
1-0 Marko Arnautovic ('30)
2-0 Kristjan Asllani ('45+2)

Inter og Udinese áttust við í síðasta leiknum í 16-liða úrslitum ítalska bikarsins og unnu heimamenn viðureignina með tveimur mörkum í fyrri hálfleik.

Marko Arnautovic tók forystuna á 30. mínútu eftir slæma sendingu í varnarleik Udinese sem fór beint á Mehdi Taremi og gerði Íraninn vel að leggja upp þægilegt mark fyrir Arnautovic.

Inter var talsvert sterkara liðið í fyrri hálfleik og tvöfaldaði Kristjan Asllani forystuna í uppbótartíma fyrri hálfleiks með marki beint úr hornspyrnu.

Síðari hálfleikurinn var talsvert tíðindaminni, þar sem Inter hélt boltanum en var ekki að skapa sér færi. Udinese kom sér í þokkalegar sóknarstöður en tókst ekki að skapa mikla hættu gegn vel skipulögðu varnarliði Inter.

Lokatölur urðu því 2-0 fyrir Inter sem mun mæta Lazio í 8-liða úrslitum bikarsins í febrúar.

Það eru aðeins þrír dagar liðnir síðan Inter heimsótti Lazio í toppbaráttu ítölsku deildarinnar og gerði sér lítið fyrir með því að skora sex mörk á Ólympíuleikvanginum í Róm.
Athugasemdir
banner
banner
banner