Inter og Udinese mætast í 16-liða úrslitum ítalska bikarsins klukkan 20:00 á Giuseppe Meazza leikvanginum í Mílanó í kvöld.
Þetta verður fyrsti leikur Inter í bikarnum í ár á meðan Udinese hefur unnið bæði Salernitana og Avellino á leið sinni í 16-liða úrslit.
Sigurvegarinn mætir Lazio í 8-liða úrslitum en sú viðureign fer fram í febrúar.
Leikur dagsins:
20:00 Inter - Udinese
Athugasemdir