Leikmenn ítalska félagsins Lecce snæddu saman jólakvöldverð í gærkvöldi en einn leikmaður liðsins fór yfir strikið í fögnuðinum.
Franski leikmaðurinn Andy Pelmard, sem er á láni frá Clermont í heimalandinu, ákvað að keyra ölvaður eftir kvöldverðinn og endaði það illa fyrir hann.
Franski leikmaðurinn Andy Pelmard, sem er á láni frá Clermont í heimalandinu, ákvað að keyra ölvaður eftir kvöldverðinn og endaði það illa fyrir hann.
Hann keyrði langt yfir hámarkshraða en þegar lögreglan reyndi að stöðva för hans, þá hélt hann bara áfram. Á endanum var hann stöðvaður og handtekinn.
Á lögreglustöðinni var hann sviptur ökuréttindum og sektaður.
Lecce hefur gefið út yfirlýsingu þar sem hegðun Pelmard er harðlega gagnrýnd. Á meðan félagið skoðar málið frekar, þá mun leikmaðurinn ekki vera hluti af aðalliðshópnum.
Þórir Jóhann Helgason er á mála hjá Lecce en hann hefur komið við sögu í tveimur leikjum í ítölsku úrvalsdeildinni á tímabilinu.
Athugasemdir