Chelsea gerir tilboð í Bellingham - Stórlið vilja Wirtz - Man City gæti gert tilbið í Wharton
   fim 19. desember 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mögnuð saga Jamie Vardy sögð á Netflix
Saga Jamie Vardy, framherja Leicester, er ein sú magnaðasta í fótboltanum. Hún er núna á leiðinni á streymisveituna Netflix en hún verður frumsýnd á næsta ári.

Það er verið að taka upp myndina núna og Netflix vonast til að sýna hana næsta haust.

Saga Vardy er stórkostlegt en hann komst alla leið úr utandeildinni og upp í ensku úrvalsdeildina. Hann var svo aðalmaðurinn þegar Leicester varð Englandsmeistari á ótrúlegan hátt árið 2016.

Leiðin var ekki alltaf greið fyrir Vardy en honum tókst að komast á toppinn.

Vardy er enn í fullu fjöri í dag og spilar mikilvægt hlutverk fyrir Leicester í deild þeirra bestu á Englandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner