Enska úrvalsdeildarfélagið Everton hefur staðfest að eigendaskipti hafi átt sér stað hjá félaginu.
The Friedkin Group hefur keypt 98,8 prósent hlut í félaginu
The Friedkin Group hefur keypt 98,8 prósent hlut í félaginu
Stjórnarformaðurinn Dan Friedkin á fyrir ítalska félagið Roma en hann er milljarðarmæringur frá Bandaríkjunum.
Síðustu ár hafa verið erfið undir stjórn Farhad Moshiri en hann gengur núna frá borði og nýir menn taka við. Þetta er nýr kafli í sögu Everton og fyrir stuðningsmenn félagsins verður þetta vonandi betri kafli.
Everton er sem stendur í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar en félagið fer á nýjan og glæsilegan heimavöll á næstu leiktíð.
Athugasemdir