City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
   fim 19. desember 2024 12:58
Elvar Geir Magnússon
Óánægja með að ekki eigi að vera hitalagnir undir gervigrasi Hásteinsvallar
Frá Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum.
Frá Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í byrjun nóvember var fyrsta skóflustungan tekin á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum en leggja á gervigras á völlinn.

Óánægja er með að ekki eigi að leggja hitalagnir undir gervigrasið og skrifar Margrét Rós Ingólfsdóttir bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, grein sem birt er í Eyjafréttum.

„Hefði ég vitað að alls ekki kæmi til greina að leggja hitalagnir undir völlinn hefði ég nú helst vilja halda grasinu á langfallegasta grasvelli landsins og leggja gervigrasið frekar á Týs, Þórs, -eða Helgafellsvöll. Það gengur ekki að kasta til hendinni á aðalvellinum okkar, sjálfum Hásteinsvelli," skrifar Margrét.

Hún segir ekki alltaf best að spara aurinn og kasta krónunni.

„Til lengri tíma litið er hagkvæmara að þessar lagnir séu lagðar núna, jafnvel þó þær verði ekki tengdar. Þá leið fór til dæmis Ísafjörður þegar þeir lögðu gervigras hjá sér. Þar var ekki tjaldað til einnar nætur."

„Því miður er það að verða einhver venja þegar kemur að okkar sameiginlegu hagsmunum að sveipa málin leyndarhyggju. Skóflustunga á Hásteinsvelli var tekin í einhvers konar kyrrþey, og byrjað var að flétta grasinu af vellinum þótt enn hafi verið umræða um hvernig væri heppilegast að vinna málið. Nú hafa rúllur af grasi nú legið í einhverja daga á vellinum án hreyfingar. Þegar þetta er skrifað er 16. desember en knattspyrnutímabilinu lauk í september."

Hér er hægt að lesa pistilinn í heild sinni
Athugasemdir
banner
banner
banner