City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
   fim 19. desember 2024 11:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Postecoglou um Rashford: Enginn áhugi, mér er alveg sama
Marcus Rashford.
Marcus Rashford.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, tjáði sig um Marcus Rashford, framherja Manchester United, er hann sat fyrir svörum á fréttamannafundi í gær.

Rashford er líklega á förum frá United en hann var ekki í hóp í síðasta leik og fór svo í viðtal þar sem hann sagðist vera tilbúinn í nýja áskorun.

Tottenham mætir Man Utd í deildabikarnum í kvöld en Postecoglou var spurður út í Rashford fyrir leikinn. Gæti hann farið til Tottenham?

„Ég hef engan áhuga, mér er alveg sama," sagði Postecoglou er hann var spurður út í stöðu Rashford.

„Hann er leikmaður Man Utd og er mjög góður leikmaður. Þeir eru með marga góða leikmenn. Ég stýri bara mínum leikmönnum. Hvað varðar stöðu Marcus þá hef ég engan vilja til að skoða það eitthvað frekar."

Það er ekki útlit fyrir það að Tottenham þurfi að hafa áhyggjur af Rashford í kvöld þar sem ólíklegt er að hann verði í leikmannahópi United.
Athugasemdir
banner
banner
banner