Lokaumferð riðlakeppni Sambandsdeildarinnar fór fram í kvöld þar sem Víkingur R. tryggði sér áframhaldandi þátttöku í keppninni með frábæru jafntefli á útivelli gegn austurríska stórveldinu LASK Linz.
Það voru þó aðrir Íslendingar í eldlínunni í leikjum kvöldsins, þar sem Albert Guðmundsson var í byrjunarliði Fiorentina á útivelli gegn Vitoria Guimaraes. Albert spilaði fyrsta klukkutímann en var skipt af velli í stöðunni 1-0 fyrir Vitoria.
Heimamenn í Vitoria voru sterkari aðilinn en tókst þó ekki að sigra, þar sem Rolando Mandragora skoraði jöfnunarmark á lokakaflanum. Lokatölur 1-1 og fara bæði lið beint í 16-liða úrslit Sambandsdeildarinnar. Vitoria endar í öðru sæti deildarinnar með 14 stig úr 6 leikjum á meðan Fiorentina er í þriðja sæti með 13 stig.
Sverrir Ingi Ingason lék þá allan leikinn í 4-0 sigri Panathinaikos gegn Dinamo Minsk og mun gríska stórveldið spila umspilsleiki um sæti í 16-liða úrslitum. Þar mun Panathinaikos annað hvort dragast gegn Víkingi R. eða Borac Banja Luka frá Serbíu.
Andri Lucas Guðjohnsen lék allan leikinn í liði Gent sem tapaði afar óvænt 1-0 gegn Larne í Norður-Írlandi. Andri Lucas leiddi sóknarlínuna en tókst ekki að nýta tækifærið til að skora mark og því mun Gent spila umspilsleiki um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. Gent mætir annað hvort Real Betis úr spænsku deildinni eða Heidenheim úr þýsku deildinni í umspilsleikjunum.
Rúnar Alex Rúnarsson og Guðmundur Þórarinsson sátu þá á varamannabekkjunum er FC Kaupmannahöfn og FC Noah töpuðu sínum leikjum á útivelli.
FCK keppir annað hvort við Real Betis eða Heidenheim í umspilsleik en FC Noah er dottið úr Evrópu eftir að hafa aðeins krækt í fjögur stig í deildarkeppninni.
Fleiri Íslendingar tóku ekki þátt í leikjum dagsins en Chelsea mætti þó til leiks og rúllaði yfir Shamrock Rovers frá Írlandi. Marc Guiu skoraði þar þrennu í fyrri hálfleik og bættu Kiernan Dewsbury-Hall og Marc Cucurella mörkum við í auðveldum 5-1 sigri.
Sænska félagið Djurgården er einnig komið beint í 16-liða úrslitin ásamt Rapid frá Vínarborg, Lugano frá Sviss, Legia frá Varsjá og Cercle Brugge - lið sem Víkingur sigraði 3-1 á Kópavogsvelli.
Heidenheim 1 - 1 St. Gallen
1-0 Norman Theuerkauf ('30 )
1-1 Jozo Stanic ('77 )
APOEL 1 - 1 Astana
1-0 Anastasios Donis ('56 )
1-1 Kipras Kazukolovas ('64 )
Rautt spjald: Max Ebong, Astana ('65)
Rautt spjald: Giannis Satsias, APOEL ('70)
Cercle Brugge 1 - 1 Istanbul Basaksehir
0-1 Krzysztof Piatek ('74 )
1-1 Paris Brunner ('82 )
Chelsea 5 - 1 Shamrock
1-0 Marc Guiu ('23 )
1-1 Markus Poom ('26 )
2-1 Marc Guiu ('34 )
3-1 Kiernan Dewsbury-Hall ('40 )
4-1 Marc Guiu ('45 )
5-1 Marc Cucurella ('58 )
Djurgarden 3 - 1 Legia
1-0 Tokmac Nguen ('24 )
2-0 Deniz Hummet ('45 )
2-1 Pawel Wszolek ('56 )
3-1 Patric Aslund ('76 )
Lugano 2 - 2 Pafos FC
0-1 Amir Saipi ('4 , sjálfsmark)
1-1 Mohamed Belhaj Mahmoud ('7 )
2-1 Mattia Bottani ('33 )
2-2 David Goldar ('90 )
Borac BL 0 - 0 Omonia
Backa Topola 4 - 3 Noah
0-1 Matheus Aias ('5 )
0-2 Helder Ferreira ('15 )
1-2 Petar Stanic ('41 )
1-3 Matheus Aias ('48 )
2-3 Ifet Djakovac ('74 )
2-3 Ifet Djakovac ('74 , Misnotað víti)
3-3 Ifet Djakovac ('76 )
4-3 Milos Pantovic ('81 )
Hearts 2 - 2 Petrocub
0-1 Sergiu Platica ('21 )
1-1 James Wilson ('64 )
2-1 Blair Spittal ('70 )
2-2 Victor Mudrac ('83 , víti)
Jagiellonia 0 - 0 Olimpija
Larne FC 1 - 0 Gent
1-0 Tomas Cosgrove ('74 )
LASK Linz 1 - 1 Vikingur R.
0-1 Ari Sigurpalsson ('23 , víti)
1-1 Marin Ljubicic ('26 )
Rautt spjald: Karl Fridleifur Gunnarsson, Vikingur R. ('90)
Molde 4 - 3 Boleslav
0-1 Marek Suchy ('5 )
1-1 Frederik Ihler ('27 )
2-1 Tomas Kral ('42 , sjálfsmark)
2-2 Vasil Kusej ('59 )
2-3 Patrik Vydra ('61 )
3-3 Markus Kaasa ('64 )
4-3 Halldor Stenevik ('90 )
Celje 3 - 2 TNS
0-1 Danny Davies ('19 )
1-1 Edmilson ('20 )
1-2 Rory Holden ('42 )
2-2 Edmilson ('43 )
3-2 David Zec ('79 )
Panathinaikos 4 - 0 Dinamo Minsk
1-0 Alexander Jeremejeff ('33 )
2-0 Tete ('54 )
3-0 Tete ('65 )
4-0 Fotis Ioannidis ('84 )
4-0 Tete ('84 , Misnotað víti)
Betis 1 - 0 HJK Helsinki
1-0 Johnny Cardoso ('27 )
Rapid 3 - 0 FC Kobenhavn
1-0 Dion Beljo ('45 )
2-0 Nikolaus Wurmbrand ('51 )
3-0 Nikolaus Wurmbrand ('64 )
Guimaraes 1 - 1 Fiorentina
1-0 Gustavo Silva ('33 )
1-1 Rolando Mandragora ('87 )
Athugasemdir