Sir Jim Ratcliffe, einn ríkasti maður Bretlandseyja, hefur stækkað hlut sinn í Manchester United.
Ratcliffe borgaði um 1,2 milljarð punda til að kaupa 27,7 prósent hlut í United fyrr á þessu ári.
Ratcliffe borgaði um 1,2 milljarð punda til að kaupa 27,7 prósent hlut í United fyrr á þessu ári.
Hann hefur núna borgað um 79 milljónir punda til að stækka hlut sinn í félaginu um eitt prósent.
Samkvæmt Daily Mail mun Rúben Amorim, stjóri Man Utd, ekki fá þessar 79 milljónir punda til að versla leikmenn í janúarglugganum.
Þess í stað fer fjárfestingin í að styrkja innviði félagsins.
Ratcliffe hefur látið mikið til sín taka eftir að hann keypti sig inn í United en hann hefur skorið niður mikið hjá félaginu, rekið og skipt um stjóra og fengið inn nokkra leikmenn. Hans teymi sér um íþróttalegu hliðina hjá United.
Athugasemdir