City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
banner
   fim 19. desember 2024 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sir Jim Ratcliffe stækkar hlut sinn í Man Utd
Sir Jim Ratcliffe.
Sir Jim Ratcliffe.
Mynd: EPA
Sir Jim Ratcliffe, einn ríkasti maður Bretlandseyja, hefur stækkað hlut sinn í Manchester United.

Ratcliffe borgaði um 1,2 milljarð punda til að kaupa 27,7 prósent hlut í United fyrr á þessu ári.

Hann hefur núna borgað um 79 milljónir punda til að stækka hlut sinn í félaginu um eitt prósent.

Samkvæmt Daily Mail mun Rúben Amorim, stjóri Man Utd, ekki fá þessar 79 milljónir punda til að versla leikmenn í janúarglugganum.

Þess í stað fer fjárfestingin í að styrkja innviði félagsins.

Ratcliffe hefur látið mikið til sín taka eftir að hann keypti sig inn í United en hann hefur skorið niður mikið hjá félaginu, rekið og skipt um stjóra og fengið inn nokkra leikmenn. Hans teymi sér um íþróttalegu hliðina hjá United.
Athugasemdir
banner
banner
banner