fim 19. desember 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Slot: Verðum að verja titilinn
Mynd: EPA
Arne Slot, stjóri Liverpool, segir markmiðið að vinna enska deildabikarinn í ár.

Liverpool komst í undanúrslit keppninnar í gær með því að vinna Southampton, 2-1, en það skýrist í kvöld hver mótherji Liverpool verður í undanúrslitunum.

Liðið vann keppnina á síðasta ári með sigurmarki Virgil van Dijk í framlengingu gegn Chelsea og segir Slot ekkert annað koma til greina en að vinna bikarinn aftur á þessu tímabili.

„Við verðum að verja titilinn því félagið vann þessa keppni á síðasta tímabili. Ég átti engan þátt í því, en leikmennirnir voru þarna með Jürgen og hans þjálfarateymi. Sem félag viljum við berjast um alla titla, en við erum líka meðvituð um Arsenal, Newcastle, Tottenham og Manchester United. Þetta er mjög erfið keppni,“ sagði Slot.

Ekkert lið hefur unnið deildabikarinn oftar en Liverpool eða tíu sinnum.
Athugasemdir
banner
banner