Viðar Ari Jónsson er búinn að framlengja samning sinn við HamKam sem leikur í efstu deild norska boltans.
Ákvörðun var ekki tekin fyrr en á síðustu stundu þar sem nokkur önnur félög vildu einnig nýta sér krafta Viðars Ara, sem ákvað þó að vera eftir.
Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Viðars, staðfesti við Fótbolta.net að eitt félag frá Svíþjóð og annað frá Noregi höfðu áhuga á Viðari.
Samningur Viðars Ara við HamKam gildir út næsta keppnistímabil.
Viðar Ari kom við sögu í 21 af 30 deildarleikjum HamKam í ár og missti af 5 vegna meiðsla.
HamKam endaði í 12. sæti af 16 í deildinni, með 33 stig úr 30 leikjum.
????? ???????????????????? ???????????? ????ó???????????????????? ???????????????????????????????????? ???????????????????????????????????????? ???????????? ???????????????????? ????
— HamKam (@HamKamFotball) December 19, 2024
???? https://t.co/JHLtp4qKsk pic.twitter.com/j2pOgtBseB
Athugasemdir