City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
   fim 19. desember 2024 13:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vilja fá Evan Ferguson á láni
Evan Ferguson.
Evan Ferguson.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Evan Ferguson mun hugsanlega yfirgefa Brighton í janúarglugganum.

Samkvæmt Independent þá hefur Fulham, sem er á svipuðum stað og Brighton í ensku úrvalsdeildinni, áhuga á þvi að fá hann á láni.

Fulham telur sig geta boðið Ferguson góðan spiltíma, en Brighton hefur ekki geta boðið honum það á yfirstandandi leiktíð.

Það er ekki langt síðan þótti mest spennandi sóknarmaður ensku úrvalsdeildarinnar. En Ferguson, sem er tvítugur, hefur lítið fengið að spila eftir að Fabian Hürzeler tók við Brighton síðasta sumar.

Hann varð aðeins fjóri leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til að skora þrennu 18 ára og yngri er hann gerði þrennu gegn Newcastle í fyrra. Það hefur hægst heldur betur á ferli hans eftir það en meiðsli og samkeppni í Brighton hafa haft áhrif á hann.
Athugasemdir
banner
banner