Hakim Ziyech segist ekki lengur vilja spila fyrir Galatasaray í Tyrklandi.
Ziyech var fenginn til Galatasaray sumarið 2023 og voru miklar væntingar gerðar til hans.
Ziyech var fenginn til Galatasaray sumarið 2023 og voru miklar væntingar gerðar til hans.
Ziyech er hins vegar núna ósáttur við það hversu lítið hann hefur fengið að spila.
„Þetta er búið hjá mér í Galatasaray. Ég vil ekki spila hér lengur. Ég mun fara í janúar," sagði Ziyech ósáttur við tyrkneska fjölmiðlamanninn Haluk Yürekli.
Hann er jafnframt ósáttur við þjálfara sinn, Okan Buruk.
„Ég hef aldrei upplifað það áður að spila fyrir svona lélegan þjálfara."
Hann segist sjá eftir félagaskiptum sínum til Galatasray og vill komast annað sem fyrst.
Athugasemdir