Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
banner
   fim 20. október 2022 12:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir aumkunarvert hvernig Ten Hag niðurlægir Ronaldo
Fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan er ekki sáttur með Erik ten Hag, stjóra Manchester United.

Hann er mikill aðdáandi Cristiano Ronaldo og er ekki sáttur við það hvernig Ten Hag hefur komið fram við portúgölsku ofurstjörnuna.

Ronaldo fór heim í fýlu í gær þegar Man Utd vann þægilegan 2-0 sigur á Tottenham á Old Trafford. Ronaldo, sem er einn besti fótboltamaður sögunnar, kom ekki við sögu í leiknum og var hann augljóslega pirraður með það.

„Það er aumkunarvert hvernig Ten Hag virðist njóta þess að niðurlægja Ronaldo," skrifaði Morgan, sem er mjög svo umdeildur í sínu starfi og alls ekki allra, á Twitter í gærkvöldi.

„Að setja besta fótboltamann sögunnar á bekkinn, láta hann endurtekið hita upp og setja hann svo ekki inn á... það er svo mikil vanvirðing við markahæsta leikmann United á síðustu leiktíð."

Ronaldo, sem hefur ekki verið í stóru hlutverki í upphafi tímabils, vildi yfirgefa Man Utd í sumar til þess að spila í Meistaradeildinni en fékk ekki ósk sína uppfyllta. Það er möguleiki á því að hann muni yfirgefa félagið í janúar. Myndi það líklega vera best fyrir alla, sérstaklega í ljósi þess hvernig United spilaði án hans í gærkvöldi.
Athugasemdir
banner
banner
banner