Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
   fös 20. desember 2024 11:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Amorim um Rashford: Þetta voru ekki mistök
Marcus Rashford.
Marcus Rashford.
Mynd: Getty Images
Marcus Rashford var ekki hluti af leikmannahópi Manchester United annan leikinn í röð er liðið tapaði 4-3 gegn Tottenham í enska deildabikarnum í gær.

Rúben Amorim, stjóri Man Utd, var spurður út í fjarveru Rashford á fréttamannafundi eftir leikinn.

„Þetta voru ekki mistök. Mér fannst ég gera rétt fyrir liðið og það eru aldrei mistök," sagði Amorim.

„Ég er alltaf að gera mitt besta fyrir liðið út frá minni sýn."

„Hann mætir á æfingu með liðsfélögum sínum á morgun og þá sjáum við til hvernig framhaldið verður. Eins og staðan er í dag þá er hann leikmaður Manchester United og á framtíð hjá félaginu eins og aðrir leikmenn."

Rashford hefur verið orðaður í burtu frá United en líklegt er að hann fari annað í janúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner