Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
   fös 20. desember 2024 11:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bose-mótið: Einar Karl lék með FH í sigri á HK
Einar Karl í leik með FH 2013.
Einar Karl í leik með FH 2013.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hrafn Guðmunds skoraði og fiskaði víti fyrir HK.
Hrafn Guðmunds skoraði og fiskaði víti fyrir HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK 2 - 3 FH
0-1 Sigurður Bjartur Hallsson
0-2 Arnór Borg Guðjohnsen
0-3 Gils Gíslason
1-3 Hrafn Guðmundsson
2-3 Hákon Ingi Jónsson, víti

FH mætti í Kórinn í gærkvöldi og vann þar 2-3 útisigur í lokaleik riðils 2. FH komst í 0-3 í leiknum með mörkum frá Sigurði Bjarti, Arnóri Borg og Gils Gíslasyni.

Hrafn Guðmndsson, sem var hjá KR á síðasta tímabili og er samningslaus sem stendur, minnkaði muninn í 1-3 og fiskaði svo víti sem Hákon Ingi skoraði úr.

Birkir Valur Jónsson, sem kom frá HK til FH í vetur, spilaði síðasta hálftímann í leiknum og Einar Karl Ingvarsson, uppalinn FH-ingur, lék sömuleiðis hálftíma með FH í leiknum. Einar Karl lék síðast keppnisleik með FH sumarið 2013.

Byrjunarlið FH:
Daði; Arngrímur, Ísak Óli, Ólafur, Böðvar; Baldur Kári, Kristján Flóki, Arnór Borg; Gils, Sigurður Bjartur og Bragi Karl.

Fram tekur á móti Aftureldingu í riðli 1 í kvöld. Víkingur og KR mætast í úrslitaleik mótsins en sá leikur fer fram í febrúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner