Enzo Maresca, stjóri Chelsea, býst við að allavega tveir leikmenn muni biðja um að fá að yfirgefa Chelsea í janúarglugganum.
Ítalski stjórinn nefndi Carney Chukwuemeka og Ben Chilwell sérstaklega á fréttamannafundi í dag en þeir hafa lítið fengið að spila á tímabilinu.
Ítalski stjórinn nefndi Carney Chukwuemeka og Ben Chilwell sérstaklega á fréttamannafundi í dag en þeir hafa lítið fengið að spila á tímabilinu.
„Það eru leikmenn sem hafa því miður ekki fengið að spila eins mikið og þeir vildu, líkt og Ben og Carney," sagði Maresca.
„Líklega verða þeir fyrstir til að segjast vilja fara vegna þess að þeir æfa á hverjum degi og vilja spila leiki. Ef þeir eru ekki að spila, þá eru þeir örugglega að hugsa um að fara."
Chelsea hefur spilað vel á tímabilinu og er sem stendur í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir