Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
banner
   fös 20. desember 2024 21:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Championship: Ótrúleg endurkoma hjá Luton
Carlton Morris
Carlton Morris
Mynd: Getty Images
Luton 2 - 1 Derby County
0-1 Kayden Jackson ('59 )
1-1 Ruddock Mpanzu ('90 )
2-1 Carlton Morris ('90 )

Það var magnaður leikur í Championship deildinni í kvöld þar sem Luton vann endurkomusigur á Derby á Kenilworth Road.

Kayden Jackson kom Derby yfir eftir klukkutíma leik en Perry-Ruddock Mpanzu jafnaði metin á síðustu mínútu venjulegs leiktíma með skoti fyrir utan vítateiginn.

Þessu var ekki lokið því Carlton Morris tryggði Luton sigurinn með skoti innan vítateigs þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Þetta var annar sigur Luton í síðustu sex leikjum en liðið komst upp fyrir Derby í 14. sæti deildarinnar. Derby hefur aðeins unnið einn af síðustu átta leikjum sínum.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Sheffield Utd 21 14 5 2 30 11 +19 45
2 Leeds 21 12 6 3 37 15 +22 42
3 Burnley 21 11 8 2 26 8 +18 41
4 Sunderland 21 11 7 3 32 17 +15 40
5 Blackburn 20 11 4 5 25 17 +8 37
6 Middlesbrough 21 10 4 7 35 25 +10 34
7 Watford 20 10 4 6 29 26 +3 34
8 West Brom 21 7 11 3 24 16 +8 32
9 Sheff Wed 21 8 5 8 26 30 -4 29
10 Swansea 21 7 6 8 23 22 +1 27
11 Bristol City 21 6 9 6 26 26 0 27
12 Norwich 21 6 8 7 36 32 +4 26
13 Millwall 20 6 7 7 20 18 +2 25
14 Luton 22 7 4 11 25 38 -13 25
15 Derby County 22 6 6 10 27 28 -1 24
16 Coventry 21 6 6 9 27 30 -3 24
17 Preston NE 21 4 11 6 21 27 -6 23
18 Stoke City 21 5 7 9 23 28 -5 22
19 QPR 21 4 10 7 21 27 -6 22
20 Oxford United 20 4 6 10 21 33 -12 18
21 Cardiff City 20 4 6 10 19 32 -13 18
22 Portsmouth 19 3 8 8 21 34 -13 17
23 Plymouth 20 4 5 11 19 42 -23 17
24 Hull City 21 3 7 11 19 30 -11 16
Athugasemdir
banner
banner