Dele Alli hefur þakkað Everton fyrir tíma sinn hjá félaginu en það er þá ljóst að hann verður ekki áfram hjá enska úrvalsdeildarfélaginu.
Dele Alli er 28 ára gamall og hefur átt gríðarlega erfitt uppdráttar á síðustu árum. Hann þótti bráðefnilegur fótboltamaður og var mikilvægur hlekkur í liði Tottenham og enska landsliðsins allt þar til hann missti sjálfstraustið og byrjaði að lenda í meiðslavandræðum.
Dele Alli er 28 ára gamall og hefur átt gríðarlega erfitt uppdráttar á síðustu árum. Hann þótti bráðefnilegur fótboltamaður og var mikilvægur hlekkur í liði Tottenham og enska landsliðsins allt þar til hann missti sjálfstraustið og byrjaði að lenda í meiðslavandræðum.
Alli hefur verið samningsbundinn Everton síðustu árin og hafði vonast til að fá nýjan samning þar, en hann ætlar núna að hefja nýjan kafla á ferlinum.
„Þetta er rétti tíminn fyrir mig til hefja nýjan kafla," segir Alli í færslu á samfélagsmiðlum.
Alli byrjar að æfa með ítalska félaginu Como þann 26. desember og mun reyna að fá samning þar.
Athugasemdir